Tunerific

Tunerific myndband:

Tunerific, gítarstillingarforrit sem þróað var af Hugvakanum, hefur vakið gríðarlega athygli eftir að það var sett á markað sumarið 2009. Forritið hefur setið í efstu sætum í netverslun Nokia, OVI, og hefur nú dreifst til fleiri en 190 landa. Gítarstillirinn var kynntur til sölu á alþjóðavísu í nýopnaðri verslun Nokia, enda þróaður fyrir Nokia-síma.

Tunerific varð til úr meistaraverkefni Guðmundar Freys Jónassonar í samstarfi við leiðbeinanda hans, Jóhann P. Malmquist prófessor. Í dag er verkefnið í áframhaldandi þróun og stefnt að  því að sækja á fleiri markaði og þróa frekari forrit í farsíma. Tunerific er nú einnig til sölu í verslun Sony PlayNow.

Á meðal annarra afurða sem Hugvakinn býður upp á í Ovi versluninni eru ukulele-stillir og ukulele-hljómabók. Hugvakinn hefur hlotið stuðning Rannís og Nýsköpunarstöðvar við þróun Tunerific.

Comments are closed.