Um okkur

Hugvakinn er ungt og ört stækkandi hugbúnaðarfyrirtæki. Skrifstofa okkar er staðsett í Tæknigarði, Háskóla Íslands. Hugbúnaður fyrirtækisins Tunerific hefur dreifst til 190 landa í gegnum OVI vefverslun Nokia. Heildartekjur fyrirtækisins hafa aukist um rúm 40% á mánuði síðustu 8 mánuði.


Hugvakinn hefur hlotið verkefnisstyrk til tveggja ára (2008) og nú nýlega brúarstyrk til markaðssetningar úr Tækniþróunarsjóði Rannís. Einnig hlaut fyrirtækið styrkinn Átak til atvinnusköpunar frá Nýsköpunarmiðstöð atvinnulífsins. Frumkvöðlar Hugvakans fengu hagnýtingarverðlaun Háskóla Íslands árið 2007.


Verkefnið sem fyrirtækið byggir upphaflega á komst í úrslit hjá Innovit árið 2008 og var valið til að vera eitt af þrem íslenskum fyrirtækjum á Nordic Venture Cup það sama ár.
Árið 2009 framkvæmdi MP banki verðmat á fyrirtækinu og í kjölfarið keyptu tveir utanaðkomandi fjárfestar hlut. Vörur fyrirtækisins hafa komist oftar en einu sinni í 1. sæti í vefverslun Nokia.


Comments are closed.